SKÁLDSAGA Á ensku

The Island of Sheep

The Island of Sheep er fimmta og jafnframt síðasta sagan sem John Buchan samdi um ævintýramanninn Richard Hannay. Kom hún út árið 1936. Hún gerist tólf árum eftir að síðustu sögu sleppti. Í sögunni þarf Hannay að standa við loforð gamals vinar um að vernda son hans. Þessi sonur hefur líka vitneskju um einhvern falinn fjársjóð sem allt snýst um. Sagan gerist á Englandi, Skotlandi og the Island of Sheep sem sennilega eru Færeyjar. Eins og fyrri sögur um Hannay er þessi saga bæði skemmtileg og spennandi. Fyrri fjórar bækurnar um Hannay er einnig hægt að nálgast á Lestu.is en það eru sögurnar The Thirty Nine Steps (1915), Greenmantle (1915), Mr. Standfast (1919) og The Three Hostages (1924).


HÖFUNDUR:
John Buchan
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 402

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :